Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. nóvember 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alisson stefnir á að vinna allt í ár
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni er liðið mætti West Ham í síðustu umferð.

Alisson markvörður liðsins missti enga trú á því og segir að liðið ætli sér ekki bara að vinna deildina í ár.

„Þetta snýst um meira en það, við viljum meira," Alisson í viðtali við Liverpool FC magazine aðspurður hvort leiktíðin snérist um að ná í enska meistaratitilinn aftur.

„Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. VIð viljum vinna Meistaradeildina, deildina, FA bikarinn og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmiðið hjá öllum liðum eins og okkar. VIð verðum að hugsa um einn leik í einu, verðum að einbeita okkur 100%."
Athugasemdir
banner
banner