Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. nóvember 2021 15:33
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Bakvarðaskipti
Norður-Makedónía - Ísland klukkan 17
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að síðasta leik Íslands í undankeppni HM og hann fer fram í Skopje, höfuðborg og stærstu borg Norður-Makedóníu. Ítalski dómarinn Davide Massa flautar til leiks klukkan fimm.

Allir leikir riðilsins hefjast á sama tíma. Þjóðverjar eru öruggir með efsta sætið og þar með sæti í úrslitakeppni HM 2022 í Katar, en baráttan um annað sætið er fyrst og fremst á milli Norður-Makedóníu og Rúmeníu, þó Armenía eigi enn tölfræðilega möguleika. Ísland er með 9 stig og getur með sigri komist upp fyrir Armeníu, ef Armenar tapa sínum leik.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum



Það eru tvær breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik, í bakvarðastöðunum. Birkir Már og Gummi Tóta koma inn fyrir Alfons og Ara Frey.

Byrjunarlið Íslands:
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Daníel Leó Grétarsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason
5. Guðmundur Þórarinsson
7. Ísak Bergmann Jóhannesson
8. Birkir Bjarnason
10. Albert Guðmundsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
19. Sveinn Aron Guðjohnsen

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner