Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 14. nóvember 2021 18:58
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Margar falleinkunnir - Jón Dagur bestur
Icelandair
Sveinn Aron fann sig engan veginn.
Sveinn Aron fann sig engan veginn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Norður-Makedónía og Ísland mættust í lokaumferð riðlakeppninnar í undankeppni HM. Heimamenn unnu 3-1 sigur.

Hér má sjá einkunnir íslenska liðsins en til að fá einkunn þarftu að spila meira en 20 mínútur. Það voru því aðeins byrjunarliðsmenn sem fengu tölu.

Elías Rafn Ólafsson 4
Köflótt frammistaða hjá markverði íslenska liðsins. Hægt að setja einhver spurningamerki en á móti tók hann nokkrar fínar vörslur.

Birkir Már Sævarsson 4
Vörn íslenska liðsins fann sig engan veginn í leiknum.

Brynjar Ingi Bjarnason 4
Brynjar átti stoðsendingu en var ekki nægilega öruggur varnarlega.

Daníel Leó Grétarsson 4
Eins og aðrir í varnarlínunni var hann í brasi, þurfti að lúta í gras í þriðja marki heimamanna.

Guðmundur Þórarinsson 4
Hefur ekki náð að finna sig nægilega vel í landsleikjunum og virkaði óöruggur.

Birkir Bjarnason 5
Lék sinn 105. landsleik og setti met. Hefur samt oft átt betri landsleiki.

Ísak Bergmann Jóhannesson 4
Átti lykilsendingu í aðdragandanum að marki Íslands en lét klobba sig og veiða sig í rautt spjald.

Stefán Teitur Þórðarson 3
Fann sig engan veginn í leiknum og gerði slæm mistök.

Albert Guðmundsson 3
Fann sig ekkert í þessum leik og náði ekki að sýna listir sínar.

Jón Dagur Þorsteinsson 6
Skoraði mark Íslands. Verður klárlega lykilmaður um ókomna tíð.

Sveinn Aron Guðjohnsen 3
Algjörlega týndur og ekkert gekk upp há honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner