banner
   sun 14. nóvember 2021 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir orðinn leikjahæstur frá upphafi
Icelandair
Leikur númer 105 hjá Birki í kvöld.
Leikur númer 105 hjá Birki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Birkir Bjarnason er orðinn leikjahæsti leikmaður sögunnar hjá karlalandsliði Íslands.

Hann er í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. Hann er spila landsleik númer 105.

Lestu um leikinn: Norður-Makedónía 3 -  1 Ísland

Birkir tekur þar með fram úr Rúnari Kristinssyni sem setti metið fyrir 17 árum síðan.

Akureyringurinn, sem ólst að miklu leyti upp í Noregi, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 og tók þátt í gullaldarárum liðsins. Hann hefur gífurlega stór partur af liðinu, þó hlutverk hans hafi oft verið vanmetið.

Fótbolti.net óskar Birki til hamingju með þennan frábæra áfanga.
Athugasemdir
banner
banner
banner