Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. nóvember 2021 13:40
Aksentije Milisic
Endurhæfing Spinazzola gengur vel
Mynd: EPA
Davide Lippi, umboðsmaður ítalska leikmannsins Leonardo Spinazzola, segir að endurhæfingin hjá leikmanninum gangi vel.

Spinazzola var frábær í vinstri bakverðinum hjá Ítalíu á EM í sumar en margt stefndi í það að hann yrði valinn besti leikmaður mótsins framan af.

Þessi leikmaður Roma sleit hins vegar hásin í leik gegn Belgíu í útsláttarkeppninni og hefur verið frá keppni síðan. Hann var á hækjum þegar Ítalía lyfti titlinum eftir sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni.

Emerson Palmieri hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar hjá ítalska landsliðinu í kjölfarið en liðið er að berjast um að komast á HM í Katar á næsta ári.

„Hann er ljón. Hann hefur lagt mikið á sig í endurhæfingunni síðustu 3-4 mánuði," sagði Lippi.

„Þú mátt ekki drífa þig alltof mikið, þú verður að vera skynsamur. Ef hann fengið að ráða, þá myndi hann spila strax á morgun."

„Endurhæfingin gengur mjög vel og við munum taka stöðuna aftur eftir mánuð. Það styttist í hann," sagði umboðsmaður Spinazzola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner