Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. nóvember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evans hélt að ferillinn væri búinn
Evans í leik með Leicester
Evans í leik með Leicester
Mynd: EPA
Norður-Írland vann Litháen með einu marki gegn engu í undankeppni HM á föstudaginn. Liðið leikur gegn Ítalíu í loka umferðinni á morgun en Írar eiga ekki möguleika á sæti á HM.

Jonny Evans varnarmaður Norður-Írska landsliðsins og Leicester á Englandi var í byrjunarliðinu en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum landsliðsins vegna meiðsla.

Hann meiddist í úrslitaleik FA bikarsins á síðustu leiktíð og missti af upphafi tímabilsins í ár með Leicester en snéri til baka í 4-2 sigri liðsins á Man Utd þann 16 október. Hann sagði að meiðslin hafi gert hann hræddan um að ferillinn væri búinn.

„Það var tímapunktur þar sem ég hugsaði, 'Ég á í miklum erfiðleikum, kannski kemst ég ekki aftur út á völl.' Það var fólk í kringum mig, læknar og fólk sem ég talaði við sem fullvissaði mig um að ég myndi snúa aftur. Ég vildi að ég hefði geta komið fyrr. Ég gat það ekki. Ég hugsaði með mér að þetta væri búið, ég myndi spila 91 landsleik og ekki meir."

Hann lék sinn 92. landsleik fyrir helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner