Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Lyon valtaði yfir PSG í stórslagnum
Hegerberg er mætt aftur eftir erfið meiðsli.
Hegerberg er mætt aftur eftir erfið meiðsli.
Mynd: Getty Images
Það var stórleikur í franska kvennaboltanum í kvöld er Lyon fékk Paris Saint-Germain í heimsókn. Þetta eru tvö af bestu liðum Evrópu.

PSG hafði betur gegn Lyon í baráttunni um sigur í deildinni í fyrra og ætlar Lyon að passa upp á að það komi ekki fyrir aftur.

Það hefur mikið gustað um PSG upp á síðkastið eftir að Aminata Diallo, leikmaður liðsins, var handtekin og sökuð um að ráða menn til að ráðast á samherja sinn, Kheira Hamraoui. Sagt var að hún hefði gert það til að eiga sæti í liðinu, en henni hefur verið sleppt úr haldi og neitar hún sök.

PSG vildi fresta leiknum í kvöld en fékk það ekki í gegn og fór hann fram. Hamraoui var í byrjunarliði PSG, en Diallo var auðvitað ekki í hóp.

Leikurinn fór fljótt í vaskinn hjá PSG. Staðan var orðin 2-0 eftir 18 mínútur og missti PSG mann af velli, Ashley Lawrence, með rautt spjald á 26. mínútu.

Staðan var orðin 4-0 eftir klukkutíma leik og minnkaði PSG þá muninn. Hin norska Ada Hegerberg er mætt aftur eftir skelfileg meiðsli og skoraði hún tvö eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Frábært að sjá það.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fremsta fótboltakona Ísland, er á mála hjá Lyon en hún er ekki með liðinu í augnablikinu þar sem hún er að eignast sitt fyrsta barn eftir nokkrar vikur.

Lyon er núna á toppnum með þremur stigum meira en PSG. Bæði lið höfðu unnið alla leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner