Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. nóvember 2021 12:40
Aksentije Milisic
Giovanni van Bronckhorst næsti stjóri Rangers?
Mynd: Getty Images
Rangers hefur fundað með Hollendingnum Giovanni van Bronckhorst um að verða næsti stjóri liðsins.

Fundurinn átti sér stað í London og er sagt að hann hafi gengið vel. Forráðarmenn Rangers eru bjartsýnir um að samkomulag muni nást og að Bronckhorst verði næsti stjóri liðsins.

Steven Gerrard yfirgaf Rangers á dögunum en hann tók við Aston Villa sem rak Dean Smith. Gerrard hafði gert frábæra hluti með Rangers og vann hann deildina með liðinu. Rangers hafði ekki unnið deildina síðan 2011.

Giovanni van Bronckhorst þjálfaði Feyenoord 2015-2019 en þar á undan var hann aðstoðarþjálfari liðsins. Eftir það tók hann við Guangzhou R&F í Kína.

Sem leikmaður spilaði hann 73 leiki með Rangers á sínum tíma og skoraði þrettán mörk.
Athugasemdir
banner
banner