Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. nóvember 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni Bergs fór meiddur af velli eftir átta mínútur
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sneri aftur inn á fótboltavöllinn í dag og tók þátt í góðgerðarleik í Bolton.

Hann spilaði átta mínútur þegar stjörnulið Bolton tapaði 7-4 gegn núverandi liði Bolton.

Guðni fór meiddur af velli en hann tjáði aðdáendum sínum það á Twitter að það væri allt í lagi með sig. „Frábær dagur fyrir alla fyrir svo gott málefni. Bolton að eilífu," skrifar Guðni.

Á meðal samherja Guðna í dag voru Ivan Campo og Jay-Jay Okocha, sem voru magnaðir leikmenn. Guðni lék með Bolton frá 1995 til 2003 og er goðsögn hjá félaginu.

Leikurinn var liður í fjáröflun fyrir læknismeðferð móður varnarmannsins Gethin Jones, leikmanns Bolton. Hún greind með hreyfitaugungahrörnun.


Athugasemdir
banner
banner