sun 14. nóvember 2021 17:00
Aksentije Milisic
„Jorginho mun hlaupa í burtu þegar Ítalía fær vítaspyrnu"
Mynd: Getty Images
Jorginho, leikmaður Chelsea og ítalska landsliðsins, klúðraði vítaspyrnu undir lok leiks gegn Sviss í undankeppni HM á föstudeginum síðastliðnum.

Jorginho skaut hátt yfir úr spyrnunni en hefði hann skorað þá væri Ítalía öruggt á HM í Katar á næsta ári. Núna ráðast hins vegar úrslitin í loka umferðinni.

Jorginho hefur venjulega verið mjög örugg vítaskytta en formið hefur hrapað að undaförnu. Hann hefur nú klúðrað þremur vítaspyrnum í röð fyrir landsliðið, þar á meðal í vítaspyrnukeppninni gegn Englandi í úrslitaleiknum á EM.

„Hann mun líklega hlaupa inn í klefa og fela sig þar. Ég efast um að hann taki það. Nema ef staðan er kannski 3-0, það væri þá tækifæri fyrir hann að fá sjálfstraustið aftur," sagði Alessandro ‘Spillo’ Altobelli.

Spillo vann HM með Ítalíu árið 1982 en hann var framherji á sínum tíma.

Ítalía mætir Norður Írlandi á morgun klukkan 19:45.
Athugasemdir
banner
banner