Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 12:00
Aksentije Milisic
Man Utd tilbúið að selja Lingard á 10 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard gæti yfirgefið Manchester United í janúar glugganum næstkomandi samkvæmt heimildum frá Bretlandseyjum.

Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur lítið fengið að spila á þessari leiktíð en hann stóð sig frábærlega á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að ná Evrópusæti.

United vildi fá 25 milljónir punda fyrir Lingard í sumar frá West Ham en Lundúnarliðið var einungis tilbúið til að borga 18.

Núna gæti hins vegar United selt leikmanninn á 10 milljónir punda í þar næsta mánuði.

Lingard skoraði níu mörk í 16 leikjum fyrir Hamranna á síðustu leiktíð en hann lék hjá þeim á síðari hluta tímabils.

Lingard hefur átt nokkrar góðar innkomur í leikjum United í vetur. Hann tryggði liðinu sigur með góðu marki gegn einmitt West Ham fyrr í vetur og þá lagði hann upp sigurmark Ronaldo í uppbótartíma gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.

Þrátt fyrir þetta framlag þá hefur Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, ekki gefið Lingard fleiri sénsa og nú gæti hann verið á förum endanlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner