Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. nóvember 2021 11:40
Aksentije Milisic
Man Utd vinnur í því að fá Zidane
Elskar Meistaradeild Evrópu.
Elskar Meistaradeild Evrópu.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt vinna hörðum höndum að því að fá Zinedine Zidane í stjórastólinn á Old Trafford.

Pressan er alltaf að aukast á Ole Gunnar Solskjær en eftir 5-0 tap á heimavelli gegn Liverpool og sannfærandi 2-0 tap gegn Manchester City þá virðist mjög stutt í það að hann fái reisupassann.

Samkvæmt Sunday Times þá er United að gera allt sem það getur til að fá Zidane til Manchester borgar. Frakkinn er ennþá án starfs eftir að hann yfirgaf Real Madrid eftir síðasta tímabil.

Zidane náði mögnuðum árangri með Real Madrid en þar vann hann Meistaradeild Evrópu í þrígang og La Liga deildina tvisvar sinnum.

Þó er rætt um það að Frakkinn sé ekki viss um hvort Man Utd starfið sé það rétta fyrir hann. Man Utd vonast hins vegar til þess að gott samband hans við Raphael Varane og Cristiano Ronaldo verði til þess að hann ákveði að taka starfið.
Athugasemdir
banner