Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 13:00
Aksentije Milisic
Mane fer heim til Liverpool - Meiðslin ekki alvarleg
Mynd: EPA
Sadio Mane, leikmaður Liverpool og senegalska landsliðsins, meiddist í leik gegn Tógó á fimmtudaginn síðasta.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var liður í undankeppni HM 2022. Mane meiddist eftir hálftíma leik og það þurfti í kjölfarið að skipta honum af velli.

Aliou Cisse, þjálfari Senegal, sagði eftir leik að meiðslin væru ekki alvarleg en nú er búið að senda Sadio Mane aftur heim til Liverpool borgar þar sem hann fer í meðhöndlun.

Senegal á leik á heimavelli gegn Kongó í kvöld og því ljóst að Mane verður ekki með heimamönnum í þeim slag.

Næsti leikur Liverpool í deildinni er gegn Arsenal eftir sex daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner