Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 14. nóvember 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nánast ómögulegt fyrir markvörð að verja þetta"
Icelandair
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ezgjan Alioski, fyrrum leikmaður Leeds United, skoraði fyrsta mark Norður-Makedóníu í 3-1 sigri gegn Íslandi í undankeppni HM í kvöld.

„Trajkovski laumar boltanum á Alioski sem á geggjað skot. Þrumar boltanum afskaplega fast í nærstöngina og inn," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Hinn efnilegi Elías Rafn Ólafsson var í marki Íslands í leiknum. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi eftir leik hvort Elías hefði átt að gera betur í markinu.

„Það var ómögulegt fyrir Elías að verja fyrsta markið," sagði Arnar.

„Þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik og svo er eitt mark dæmt af vegna rangstöðu. Færin tvö voru nákvæmlega þeir hlutir sem við vorum búnir að tala um og æfa fyrir leikinn. Fyrsta markið er það að við náum ekki að 'covera overload-ið' hjá þeim á vinstri kanti nægilega vel. Það kemur hlaup í bakið á Stefáni. Hann þrumar boltanum stöngin inn á nær. Það er nánast ómögulegt fyrir markvörð að verja þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner