Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. nóvember 2021 16:23
Elvar Geir Magnússon
Rúmenar klárir með bjór fyrir Arnar
Icelandair
Skiltið góða.
Skiltið góða.
Mynd: Twitter/Filip Mishov
Rúmenska bjórverksmiðjan Timisoreana, sem er einn helsti styrktaraðili rúmenska landsliðsins, keypti auglýsingu á stóru skilti í Skopje í Norður-Makedóníu með skilaboðum til Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara Íslands.

Eftir leikinn gegn Rúmeníu á fimmtudag sagði Arnar á fréttamannafundi að hann vildi fá bjór fyrir að gera Rúmenum greiða með því að taka eitthvað af Makedónum.

Rúmenar og Makedóníumenn eru í baráttu um að komast í umspilið.

„Kæri Arnar Viðarsson, bjórinn er tilbúinn!" stóð á skiltinu sem er staðsett við hótel landsliðs Norður-Makedóníu. Timisoreana hefur væntanlega ætlað að kaupa auglýsingu við hótel íslenska liðsins.

17:00 N-Makedónía - Ísland
17:00 Armenía - Þýskaland
17:00 Liechtenstein - Rúmenía

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik N-Makedóníu og Íslands

Allir leikir riðilsins hefjast á sama tíma. Þjóðverjar eru öruggir með efsta sætið og þar með sæti í úrslitakeppni HM 2022 í Katar, en baráttan um annað sætið er fyrst og fremst á milli Norður-Makedóníu og Rúmeníu, þó Armenía eigi enn tölfræðilega möguleika. Ísland er með 9 stig og getur með sigri komist upp fyrir Armeníu, ef Armenar tapa sínum leik.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner