Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. nóvember 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sancho í bakvörðinn? - „Ætti að reka Solskjær fyrir það"
Danny Mills ekki hrifinn af þessu uppátæki
Danny Mills ekki hrifinn af þessu uppátæki
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho leikmaður Manchester United hefur ekki náð að sanna sig með félaginu eftir komu sína frá Dortmund í sumar.

Þessi vængmaður hefur tekið þátt í 15 leikjum og ekki náð að skora eða leggja neitt mark upp.

Nú eru sögur farnar á kreik að Ole Gunnar Solskjær stjóri United ætli að gera Sancho að hægri vængbakverði. Það hefur ekki farið vel í menn og Danny Mills fyrrum varnarmaður Leeds og Man City sagði að það ætti að reka hann eingöngu fyrir þá hugmynd.

„Gangi þér vel að gera hann að vængbakverði," sagði Mills.

„Hann spilaði ekki mikið fyrir England á EM af því ég held að það sé ekki hægt að treysta á að hann vinni mikið til baka, Dortmund notaði hann aldrei þar. Þú keyptir vængmann sem er að fara búa til færi og skora mörk. Allt í einu ætlaru að spila honum í væng-bakverði í slakri vörn, í alvöru?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner