Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. nóvember 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti dansinn hjá einhverju allt öðru félagi
Óskar Örn er ekki lengur leikmaður KR.
Óskar Örn er ekki lengur leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli í síðustu viku er Óskar Örn Hauksson ákvað að yfirgefa KR og fara í Stjörnuna.

Óskar, sem er 37 ára, er goðsögn hjá KR. Hann var með samningstilboð frá KR en fékk mun bitstæðara tilboð frá Stjörnunni. Hann er bæði leikja- og marka­hæsti leikmaður KR í efstu deild frá upphafi.

Þessi stóru tíðindi bárust í tal í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær, laugardag.

„Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er með þvílíkum ólíkindum. Það er að mörgu leyti mjög góð sögulína að síðasti dansinn hjá líklega besta leikmanni í sögu efstu deildar, að hann sé hjá einhverju allt öðru félagi," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„KR-ingar eru ekkert að fara að gleyma þessu. Hann er að setja arfleifð sína í Vesturbænum í stórhættu... Óskar Örn er að fara að leggja skóna á hilluna sem Stjörnumaður."

„Hann fær tveggja ára samning hjá Stjörnunni og miðað við það sem maður heyrir þá var tilboðið mun bitstæðara en frá Meistaravöllum," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Menn sem voru byrjaðir að safna fyrir styttunni fyrir utan völlinn, þeir fóru og keyptu sér jólabjór fyrir þann pening í gær. KR-ingar gleyma ekki einhverju svona. Þetta er mjög áhugaverð sögulína og verður mögulega algjör snilld fyrir Stjörnuna. Ef þeir fá Óskar í einhverjum 'redemption' hug, þá gætu þeir fengið sex mörk og sjö stoðsendingar ofan á það að hann mun hjálpa ungu strákunum að verða betri," sagði Tómas.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Jón Rúnar og fótboltafréttir
Athugasemdir
banner
banner