Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 14. nóvember 2021 11:00
Aksentije Milisic
Stuðningsmenn leyfðir á leiknum hjá Íslandi
Icelandair
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Norður-Makedóníu í lokaumferð riðilsins í undankeppni HM 2022.

Leikurinn fer fram í Skopje á Todor Proeski leikvangnum og verða leyfðir 16 þúsund áhorfendur á þessum gífurlega mikilvæga leik fyrir heimamenn.

Leikvangurinn sjálfur tekur 33 þúsund manns en vegna Covid-19 faraldursins þá verða 16 þúsund manns leyfðir á pöllunum í dag.

Ljóst er að stemningin verður rosaleg en Ísland getur heldur betur eyðilagt partýið í Skopje í dag. Vinni heimamenn leikinn þá eru þeir öruggir í umspilið fyrir HM 2022.

Nái Ísland hins vegar í stig eða vinni leikinn þá munu Rúmenar að öllum líkindum fara í umspilið en ekki Norður-Makedónía. Rúmenía mætir Lichenstein á sama tíma og ef allt er eðlilegt þá klára Rúmenar þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner