Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. nóvember 2021 15:53
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Sjálfsmark í miklu úrhelli skaut Króatíu á HM
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: EPA
Duda gerði þrennu.
Duda gerði þrennu.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir voru á dagskrá í H-riðli í undankeppni HM 2022 en spilað var í lokaumferðinni. Öll augu beindust að viðureign Króatíu og Rússland sem fór fram á Poljud leikvangnum.

Fyrir leikinn dugði Rússum jafntefli til þess að tryggja sig beint á HM í Katar á næsta ári en heimamenn í Króatíu þurftu að vinna leikinn, annars þurftu þeir að gera sér umspilið að góðu.

Það var hellidemba í Króatíu í dag og aðstæður til fótboltaiðkunnar urðu erfiðari því meira sem leið á leikinn. Króatía stjórnaði leiknum til að byrja með en án þess að ná að skapa sér afgerandi færi.

Staðan var markalaus í hálfleik og Rússland varðist hetjulega gegn öllum sóknarlotum Króatana. Króatía fékk tvö góð færi en Matvey Safonov var öruggur í marki gestanna og gerði engin mistök.

Það var hins vegar á 81. mínútunni sem allt sturlaðist á vellinum og á pöllunum í Króatíu. Fedor Kudryashov, leikmaður Rússlands, skoraði þá hrikalega slysalegt sjálfsmark. Boltinn skoppaði á blautum vellinum í átt að Kudryashov sem var með lélega fótavinnu. Boltinn hrökk af honum og í netið og fögnuðurinn hjá heimamönnum mikill.

Rússland reyndi hvað það gat til að troða boltanum í netið á síðustu tíu mínútum leiksins en það tókst hins vegar ekki. Króatía er því komið á HM í Katar en Rússland þarf að bíta í það súra epli að gera sér umspilið að góðu.

Slóvakía valtaði þá yfir lánlaust lið Möltu og á sama tíma vann Slóvenía sigur á Kýpur.

Croatia 1 - 0 Russia
0-1 Fedor Kudryashov ('81 , sjálfsmark)

Malta 0 - 6 Slovakia
0-1 Albert Rusnak ('6 )
0-2 Ondrej Duda ('8 )
0-3 Albert Rusnak ('16 )
0-4 Ondrej Duda ('69 )
0-5 Vernon De Marco ('72 )
0-6 Ondrej Duda ('80 )
Rautt spjald: ,Ryan Camenzuli, Malta ('47)Teddy Teuma, Malta ('51)

Slovenia 2 - 1 Cyprus
1-0 Miha Zajc ('48 )
2-0 Adam Gnezda ('84 )
2-1 Andronikos Kakoulis ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner