Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   þri 14. nóvember 2023 11:18
Elvar Geir Magnússon
Vín
Hákon Arnar horfði á æfinguna
Hákon horfði á æfinguna í dag en hann er eitthvað meiddur í kálfa.
Hákon horfði á æfinguna í dag en hann er eitthvað meiddur í kálfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson tók ekki þátt í æfingu íslenska landsliðsins í dag en hann horfði á æfinguna á meðan aðrir í hópnum æfðu.

Landsliðið er við æfingar á æfingasvæði Rapid Vín áður en haldið verður til Slóvakíu á morgun, þar sem leikið verður gegn heimamönnum á fimmtudagskvöld.

Hákon er að glíma við einhver meiðsli í kálfa en ekki er vitað á þessari stundu hvort þau muni halda honum frá komandi leikjum. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í undankeppninni.

Það var nokkuð vindasamt á æfingu í dag, haustlegt og hægt að tala um íslenskar aðstæður í Vínarborg.

Framundan eru síðustu tveir leikir Íslands í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava á fimmtudaginn og Portúgal í Lissabon næsta sunnudag.

Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Portúgal hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með 16 stig.

Langmestar líkur eru á því að Ísland fari í umspil um sæti á EM í Þýskalandi í gegnum Þjóðadeildarárangur en það umspil fer fram í mars, undanúrslit 21. mars og úrslit 26. mars. Það má líta á komandi leiki sem undirbúning fyrir umspilið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner