Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. desember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Sex leikmenn framlengja við Þór/KA
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andrea Mist Pálsdóttir.
Andrea Mist Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í gær framlengdu Arna Sif Ásgrímsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Lára Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir samninga sína við Þór/KA. Samningur allra leikmannanna gilda til loka árs 2021.

„Þetta eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og ljóst að leikmannahópurinn ÞórKA verður áfram öflugur og liðið verður án efa áfram í fremstu röð á næstu árum," segir á heimasíðu Þór/KA. Hér að neðan má sjá umsögn af vef Þórs og KA um leikmennina.

Arna Sif Ásgrímsdóttir er 26 ára varnarmaður og er leikjahæst í ÞórKA með 213 meistaraflokksleiki og 43 mörk. Arna Sif á að baki 52 landsleiki og í þeim leikjum hefur hún skorað 6 mörk. Landsleikirnir eru með U17, U19, U23 og A landslið. Leikirnir með A landsliðinu eru 12 og þar skoraði hún eitt mark. Arna var með samning til 2019 en framlengir núna til 2021.

Andrea Mist Pálsdóttir 20 ára sóknarmaður og á að baki 93 leiki með meistaraflokki og mörkin eru 12. Andrea hefur spilað 32 landsleiki og 3 mörk með U17, U19 og A landsliði. A landsliðsleikirnir eru tveir.

Ágústa Kristinsdóttir er 24 ára gömul varnarmaður á 76 leiki að baki með meistaraflokki og mörkin eru 5. Ágústa á einn landsleik að baki með U17 og ennfremur 5 leiki með liðinu í Evrópukeppninni.

Hulda Björg Hannesdóttir sóknarmaður er einungis 18 ára en á alls 47 leiki að baki með meistaraflokki og mörkin eru 4. Hulda.Björg á 23 landsleiki að baki með U17 og U19 sem og 5 leiki í Evrópukeppninni og þar hefur hún skorað eitt mark.

Lára Einarsdóttir 23 ára gamall varnarmaður sem á að baki 160 meistaraflokksleiki og 9 mörk. Lára hefur leikið 19 leiki með yngri landsliðum U17 og U19 og skorða í þeim 2 mörk. Þá hefur hún spilað 7 leiki með ÞórKA í Evrópuleikjum.

Margrét Árnadóttir 19 ára sóknarmaður, Leikir: alls eru leikir Margrétar með meistaraflokki 49 og mörkin 6. Margrét hefur leikið 7 leiki með yngri landsliðum þ.e. með U17 og U19 og þá eru Evrópuleikirnir 4.
Athugasemdir
banner
banner
banner