Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
98% líkur á að Rúnar fari frítt frá Grasshoppers næsta sumar
Rúnar í baráttu við Eden Hazard.
Rúnar í baráttu við Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að Rúnar Már Sigurjónsson yfirgefi herbúðir Grasshoppers næsta sumar þegar samningur hans hjá félaginu rennur út.

„Ég er alltaf tilbúinn að ræða við Grasshoppers en ég held að þeir geti ekki gert það sem ég vil," sagði Rúnar í viðtali við sænska blaðið Sundvalls Tidning.

„Það er mjög líklegt að ég yfirgefi Sviss og það er áhugi í gangi. Það er hins vegar ekki líklegt að ég fari í janúar."

Félög í Rússlandi, Tyrklandi og Bandaríkjunum hafa meðal annars sýnt hinum 28 ára gamla Rúnari áhuga.

Rúnar kom til Grasshoppers frá GIF Sundsvall árið 2016 og sænska félagið er með klásúlu um að fá pening af næstu sölu.

„Það er kannski 98% öruggt að ég fari á Bosman (frítt). Það er ekki gott fyrir GIF Sundsvall auðvitað en svona er fótboltinn," sagði Rúnar.

Rúnar Már kom af krafti inn í íslenska landsliðið í haust áður en hann meiddist og fór í aðgerð í lok október. Rúnar er klár á ný en hann var í leikmannahópi Grasshoppers um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner