Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 19:00
Magnús Már Einarsson
AC Milan sektað fyrir brot á fjárhagsreglum
Úr leik hjá AC Milan.
Úr leik hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur verið sektað um 10,7 milljónir punda fyrir að brjóta fjárhagsreglur UEFA.

UEFA setti AC Milan upphaflega í bann frá Evrópukeppnum í júní síðastliðnum fyrir að hafa brotið fjárhagslreglur með kaupum á leikmönnum og launakostnaði.

AC Milan leitaði til íþróttadómstóls Evrópu sem sendi málið aftur til UEFA.

UEFA ákvað að milda dóminn en AC Milan þarf að greiða sekt og félagið fer í bann frá Evrópukeppnum ef það brýtur reglur fyrir júní 2021.

AC Milan datt út í Evrópudeildinni í gær en liðið er í baráttu um Evrópsuæti í Serie A þar sem það situr í fjórða sæti í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner