banner
   fös 14. desember 2018 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Æfingaleikur: Keflavík sigraði Fjölni - Philips með tvö
Adam Pálsson í baráttunni við Ástbjörn Þórðarson.
Adam Pálsson í baráttunni við Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Guðmundur Sigurðsson
Keflavík 3 - 2 Fjölnir
0-1 Jón Gísli Ström
0-2 Anton Freyr Ársælsson
2-1 Guyon Philips
2-2 Adam Pálsson
3-2 Guyon Philips

Keflavík og Fjölnir mættust í fjörugum leik í Reykjaneshöllinni á miðvikudagskvöldið.

Bæði þessi lið féllu úr Pepsi deildinni í sumar og munu því etja kappi í Inkasso deildinni sumarið 2019.

Jón Gísli Ström æfir nú með Fjölni en hann skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en það síðara eftir klaufaskap í öftustu línu Keflavíkur.

Keflavík náði að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Guyon Philips og Adam Pálsson með mörk Keflavíkur.

Guyon Philips er hollenskur framherji sem að lék með Víking Ólafsvík í sumar. Adam Pálsson var á láni hjá Selfyssingum í sumar en hann er snúinn aftur til Keflavíkur.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner