Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. desember 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Caballero þakkaði fyrir stuðning í Istanbúl - Leikurinn var í Búdapest
Willy Caballero.
Willy Caballero.
Mynd: Getty Images
Argentínski markvörðurinn Willy Caballero klikkaði eitthvað í landafræðinni þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn í færslu á Instagram í dag.

Caballero stóð á milli stanganna þegar Chelsea gerði 2-2 jafntefli gegn Vidi í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Leikurinn fór fram í Budapest, höfuðborg Ungverjalands, en Caballero sagði hann hins vegar hafa farið fram í tyrknesku borginni Istanbul.

„Við sýndum liðsanda og vilja. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum fyrir stuðninginn á ísköldu kvöldi í Istanbul," skrifaði Caballero á Instagram.

Caballero var fljótur að fá ábendingar um mistökin í ummælakerfinu og hann leiðrétti sig síðar með því að breyta Istanbul í Budapest í færslunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner