Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. desember 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Einn maður lyfti Liverpool upp á næsta þrep
Alisson hefur verið frábær.
Alisson hefur verið frábær.
Mynd: Getty Images
Daninn Jan Mölby, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Liverpool sé með einn besta markvörð heims í Alisson.

„Markvarðarstaðan hefur verið vandamál í fjölda ára. Alisson er ekki bara með mikla hæfileika heldur hefur hann rosaleg áhrif á alla í kringum sig. Bæði samherja og stuðningsmenn," segir Mölby.

„Hann er með frábærar staðsetningar og það er engin tilviljun hversu oft hann er fyrir skotum. Hann einn lyftir liðinu á annað þrep."

Liverpool hefur aðeins fengið sex deildarmörk á sig á þessu tímabil, fjórtán færri en á sama stigi á síðasta tímabili.

„Við erum ekki bara með einn besta markvörð heims heldur líka einn besta miðvörð heims," segir Mölby og er þar að tala um Virgil van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner