Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. desember 2018 11:58
Magnús Már Einarsson
Emil Páls lengi frá keppni
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Emil Pálsson varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu í gær.

Emil var á æfingu með FH í Risanum þegar hann meiddist. Ljóst er að hann verður frá í að minnsta kosti fimm til sex mánuði vegna meiðslanna.

Hinn 25 ára gamli Emil fór frá FH til Sandefjord í Noregi síðastliðinn vetur. Sandefjord féll úr úrvalsdeildinni í Noregi í ár.

„Ég missti af stórum hluta í byrjun tímabilsins því ég fékk það sem kallast "achilles tendonitis" og er í raun álagsmeiðsl í hásininni. Ég var frá í 6 vikur en hafði ekki fundið verk síðan í maí og spilaði síðustu rúmlega 20 leiki tímabilsins," sagði Emil við Fótbolta.net í dag.

„Ég kíkti á æfingu hjá FH daginn eftir leikinn á móti Víking og upp úr algjörlega þurru slitnar hásinin."

„Þetta er mikið áfall og mun taka langan tíma að koma til baka en þetta verður góður lærdómur og ég er 100% viss um að ég verði sterkari þegar það gerist."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner