Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Hvar er Nathaniel Clyne?
Nathaniel Clyne.
Nathaniel Clyne.
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa átt hægri bakvarðarstöðuna hjá Liverpool 2015/2016 og 2016/2017 þá hefur Nathaniel Clyne nánast alveg horfið af sjónarsviðinu. Clyne hefur verið mikið meiddur en hann spilaði einungis þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og í vetur hefur hann ekkert komið við sögu í deildinni.

„Kjaftasögurnar í Liverpool hafa lengi verið að hann sé að eiga við ýmsa aðra hluti en meiðsli," sagði Magnús Þór Jónsson á kop.is í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

„Það hefur aldrei farið hátt þannig að maður trúir því eiginlega ekki mikið lengur. Það var langur kafli í fyrra þar sem hann var ekki einu sinni á æfingasvæðinu. Það er allavega klárt mál að hann er búinn að missa traust Klopp."

Sigursteinn Brynjólfsson á kop.is sagði: „Maður hefur heyrt ýmislegt en það sem kemst næst því að vera staðfest er að hann hafi verið með brákaðan hryggjalið á síðasta tímabili."

„Kjaftasögurnar voru á allt öðrum nótum varðandi inntöku á einhverjum hlutum. Einhver af þessum skítasneplum á Englandi væri búinn að grafa það upp ef það væri. Ég ætla að trúa því að þetta hafi verið brákaður hryggjaliður og hann sé kominn endanlega út í kuldann núna."

Hinn 27 ára gamli Clyne á fjórtán landsleiki að baki með enska landsliðinu en möguleiki er á að hann fari frá Liverpool í janúar. Clyne hefur meðal annars verið orðaður við Cardiff.

Clyne gæti þó mögulega komið eitthvað við sögu á næstunni þar sem Trent-Alexander Arnold og Joe Gomez eru báðir meiddir. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Clyne gæti verið í hópnum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Smelltu hér til að hlusta á Liverpool umræðu í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner