Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaliðin töpuðu á heimavelli
Mynd: Halldór Árnason
Kristófer Ingi Kristinsson fékk aðeins að spila síðasta stundarfjórðunginn er Willem II var skellt af Den Haag í hollenska boltanum fyrr í kvöld.

Liðin voru jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar og var leikurinn í kvöld jafn en gestirnir nýttu færin sín betur.

Kristófer kom inn strax eftir þriðja og síðasta mark gestanna og tókst ekki að breyta stöðunni. Kristófer er fæddur 1999 og hefur verið að gera góða hluti með varaliði Willem II.

Böðvar Böðvarsson var þá allan tímann á bekknum er Jagiellonia tapaði óvænt á heimavelli.

Búist var við sigri Bödda og félaga gegn Zaglebie en gestirnir reyndust ansi erfiðir og skoruðu fjögur mörk.

Jagiellonia hefði komist í annað sæti deildarinnar með sigrinum en er nú sex stigum á eftir toppliði Lechia Gdansk sem á leik til góða.

Willem II 0 - 3 Den Haag
0-1 E. Falkenburg ('9)
0-2 L. Immers ('61)
0-3 L. Immers ('77)

Jagiellonia 0 - 4 Zaglebie
0-1 P. Tuszynski ('7)
0-2 D. Bohar ('37)
0-3 P. Tuszynski ('40)
0-4 B. Pawlowski ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner