Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 15:50
Elvar Geir Magnússon
Mattia Perin ver mark Juventus á morgun
Mattia Perin.
Mattia Perin.
Mynd: Getty Images
Tórínóslagurinn í ítölsku A-deildinni fer fram annað kvöld þegar meistarar Juventus heimsækja Torino. Beðið er leiksins með mikilli eftirvæntingu í borginni.

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, hefur verið duglegur að dreifa álaginu á sínum leikmannahópi.

Hann hefur tilkynnt að Mattia Perin muni standa í markinu í leiknum en þessi 26 ára markvörður á tvo landsleiki fyrir Ítalíu. Hann var keyptur frá Genoa í sumar.

Pólverjinn Wojciech Szczesny verður því á bekknum á morgun.

Joao Cancelo og Juan Cuadrado eru á meiðslalistanum og spila ekki á morgun. Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga en hann hefur verið einn besti leikmaður Juventus á tímabilinu.

Juventus er á toppi ítölsku deildarinnar með átta stiga forystu en Torino er í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner