Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. desember 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Snýst ekki bara um að kaupa húsgögn
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsækir Liverpool í stórleik á sunnudaginn og eru Rauðu djöflarnir 16 stigum eftir erkifjendunum þegar 16 umferðir eru búnar af tímabilinu.

Jose Mourinho stjóri Man Utd er búinn að vera við stjórnvölinn þar á bæ í tvö og hálft ár og hefur verið gagnrýndur fyrir að koma liðinu ekki á hærri stall en raun ber vitni.

Hann segist ekki vera búinn að fá nægan tíma við stjórnvölinn og líkti félaginu við hús.

„Þetta snýst ekki bara um að eyða pening, fótboltalið er miklu meira heldur en það. Þetta er eins og hús. Þetta snýst ekki bara um að kaupa húsgögn, þú verður að leggja inn mikla vinnu í húsið sjálft," sagði Mourinho.

„Þú verður að leggja inn vinnu og kaupa bestu mögulegu húsgögnin, þá ertu tilbúinn til að búa í stórkostlegu húsi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner