Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. desember 2018 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Salah bestur í Afríku annað árið í röð
Mynd: Getty Images
Kosningu BBC á besta knattspyrnumanni ársins frá Afríku er lokið og kemur það ekki mörgum á óvart að Mohamed Salah hreppti verðlaunin annað árið í röð.

Þetta er í annað sinn sem sami leikmaður hreppir verðlaunin tvö ár í röð en Jay-Jay Okocha gerði það þegar hann var kjörinn bestur 2003 og 2004.

Tveir aðrir hafa unnið til þessara verðlauna tvisvar. Nwankwo Kanu var bestur 1997 og 1999 og þá var Yaya Toure bestur 2013 og 2015.

Sadio Mane, liðsfélagi Salah hjá Liverpool, endaði í öðru sæti í kosningunni en Kalidou Koulibaly, Mehdi Benatia og Thomas Partey voru í næstu sætum fyrir neðan.

„Þetta er frábær tilfinning og ég vona að mér takist að hreppa þessi verðlaun aftur á næsta ári. Ég vona að ég geti hjálpað liðinu mínu að vinna titla á þessu tímabili," sagði Salah þegar hann tók við verðlaununum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner