Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool vill meina að rauða spjaldið sem Andy Robertson varnarmaður liðsins fékk á 17. mínútu gegn Fulham í dag hafi verið afleiðing þess að hann meiddist nokkrum mínútum áður í leiknum.
„Ég held að Robbo hafi verið of meiddur til að halda áfarm því hann er vanalega hraðari en þetta," sagði hann við Sky Sports eftir leikinn.
„Það segir mikið um karakterinn hans að hann vill halda áfram en það endar með rauðu spjaldi," hélt hann áfram.
„Það var reyndar spurning hvort þetta hafi verið rangstaða en það var alveg ljóst að það átti ekki að breyta því. Það gæti verið það eina sem ég kvartaði ekki undan í dag. Það voru miklar tilfinningar í þessum leik og við vorum manni færri. Það er pirrandi. Það er gott að sjá frammistöðu liðsins eftir svona mikil áföll."
„Ég held ég hefði ekki geta beðið um meira frá leikmönnunum, sérstaklega eftir að við urðum manni færri. Ég hefði ekki geta beðið um betri frammistöðu eða úrslit. Auðvitað hefðum við geta náð í tveimur stigum meira."
Athugasemdir