„Það eru mikil vonbrigði að hafa ekki unnið þennan leik. Við áttum fyllilega skilið að vinna," sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal við Sky Sports eftir markalaust jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Við fengum engin skot á okkur, réðum lofum og lögum á vellinum. Svo sköpuðum við risa færi en náðum ekki að skora mark," bætti hann við.
Hann var spurður hvort það truflaði hann að það væri lengra á milli leikja hjá Everton. „Nei, það skiptir engu, sjáðu bara kraftinn í liðinu og hvað við sköpuðum í seinni hálfleik," sagði hann.
„Þetta er bara pirarndi sérstaklega þegar við fáum engin færi á okkur og erum svo miklu betri allan leikinn."
Athugasemdir