Nott. Forest 2 - 1 Aston Villa
0-1 Jhon Duran ('63)
1-1 Nikola Milenkovic ('87)
2-1 Anthony Elanga ('93)
Það var dramatík í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni því þegar allt stefndi í 1 - 1 jafntefli náðu heimamenn í Notthingham Forest að skora sigurmark gegn Aston Villa í uppbótartíma.
0-1 Jhon Duran ('63)
1-1 Nikola Milenkovic ('87)
2-1 Anthony Elanga ('93)
Það var dramatík í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni því þegar allt stefndi í 1 - 1 jafntefli náðu heimamenn í Notthingham Forest að skora sigurmark gegn Aston Villa í uppbótartíma.
Það kom kannski engum á óvart hver það var sem skoraði fyrsta markið í leiknum. Jhon Duran sem varð 21 árs gamall í gær hefur verið frábær í Aston Villa liðinu á tímabilinu og þegar hann skoraði fyrir þá í dag eftir rúmlega klukkutíma leik var það 11. mark hans á tímabilinu.
Þó hann hafi skorað sigurmarkið í fjórum að sjö sigurleikjum liðsins í vetur dugði þetta mark í dag ekki til sigurs því Nikola Milenkovic jafnaði metin á 87. mínútu. Neco Williams sendi boltann þá á Morgan Gibbs-White á hægri kantinum sem setti hann fyrir markið á Milenkovic sem skallaði í markið. Emi Martin markvörður Villa hafði verið frábær fram að þessu en þarna fór hann illa að ráði sínu, hefði átt að verja því boltinn fór beint á hann.
Það var svo á 93. mínútu sem Anthony Elanga tryggði Forest sigurinn í leiknum. Aston Villa töldu sig hafa hreinsað frá marki en heimamenn gáfust ekki upp og Elliot Anderson tók af þeim boltann og sendi á varamanninn Elanga sem skoraði. Lokatölur 2-1.
Aston Villa þarf hinsvegar að hugsa afhverju liðið hefur fengið á sig 8 mörk á síðasta stundarfjórðungi leikja sinna á tímabilinu en aðeins Wolves (9) hefur fengið á sig fleiri á þeim stundarfjórðungi.
Athugasemdir