Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er besti leikmaður ársins í Frakklandi hjá tímaritinu France Football.
Mbappe, sem er 25 ára gamall, var að vinna verðlaunin í fjórða sinn á ferlinum en hann hafði betur gegn William Saliba, varnarmanni Arsenal.
Karim Benzema og N'Golo Kante, leikmenn Al Ittihad, tóku þátt í kosningunni, en Mbappe komst ekki á lista hjá þeim.
Benzema valdi Eduardo Camavinga, Warren Zair-Emery og Bradley Barcola en Kanté valdi þá Saliba, Jules Kounde og Camavinga.
Mbappe fékk einnig að kjósa en hann valdi Saliba, Camavinga og Aurelien Tchouameni.
Sóknarmaðurinn fékk 56 stig í atkvæðagreiðslunni en Saliba 51 stig.
Þetta er annað árið í röð sem hann hreppir verðlaunin en hann vann einnig árin 2018 og 2019.
Athugasemdir