Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Sveindís byrjaði á bekknum þrátt fyrir frammistöðuna í vikunni
Sveindís Jane kom inná í seinni hálfleik í dag.
Sveindís Jane kom inná í seinni hálfleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar Wolfsburg sótti Werder Bremen heimí þýsku Bundesligunni í dag.

Það kom eflaust flestum á óvart eftir frammistöðu hennar í Meistaradeildinni í vikunni þegar hún kom inná sem varamaður og skoraði fjögur mörk.

Sveindís kom reyndar inná í hálfleik í stöðunni 1-2 fyrir Wolfsburg en þriðja markið kom svo tíu mínútum síðar og lokastaðan 1-3.

Hún fékk að líta gula spjaldið í leiknum í dag og átti tvö skot að marki.

Amanda ekki með Twente
Í Hollandi var Amanda Andradóttir í leikmannahópi Twente sem vann 2- 1 sigur á PEC Zwolle.

Lára Kristín Pedersen var í byrjunarliði Club YKA (Club Brugge) sem heimsótti Westerlo í belgísku deildinni og vann 0-7 sigur. Hún spilaði 65 mínútur.

Diljá Ýr Zomers og félagar í Leuven mæta svo Standard Leige á útivelli í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner