Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 17:25
Hafliði Breiðfjörð
Van Dijk: Okkur fannst dómarinn vera stressaður
Van Dijk þakkar áhorfendum eftir leikinn í dag.
Van Dijk þakkar áhorfendum eftir leikinn í dag.
Mynd: EPA
Rauða spjaldið á lofti.
Rauða spjaldið á lofti.
Mynd: EPA
„Það var mjög jákvætt að ná frábærri endurkomu en það voru vonbrigði að spila bara á tíu mönnum. Við börðumst samt og reyndum að skapa færi. Við hefðum geta fengið meira út úr þessu en við tökum stigið og lítum fram á veginn," sagði Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool eftir 2 - 2 jafntefli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en Andy Robertsson varnarmaður Liverpool fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks.

„Við verðum að vera rólegir en það er auðveldara sagt en gert. Það mátti alltaf búast við erfiðum leik gegn þeim. Við sáum það í fyrra og í síðustu viku þegar þeir mættu Arsenal. Við urðum að snúa þessu við og halda áfram að berjast. Við reyndum."

Robertsson var rekinn af velli fyrir brot rétt fyrir utan vítateig á 17. mínútu leiksins.

„Ég átti samtöl við leikmenn Fulham og okkur fannst dómarinn vera stressaður. Mér fannst hann ekki geta átt eðlileg samskipti við Robertson. Við getum samt ekki kennt dómaranum um, við tölum allir um að vernda dómarann en það var ekki hægt að tala við hann. Það ætti samt ekki að skipta miklu máli því hann er ekki ástæða þess að við töpuðum stigum."

„Svona er þetta bara. Við tökum þetta stig, jöfnum okkur hratt á þessu og verðum tilbúnir í næsta leik á miðvikudaginn."

Athugasemdir
banner
banner