Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Willum einn af bestu mönnum Birmingham - Atli Barkar á toppinn
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Getty Images
Willum Þór Willumsson snéri aftur í lið Birmingham í 2-0 sigri á Bristol Rovers í ensku C-deildinni í dag.

Blikinn missti af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna veikinda en kom síðan beint inn í byrjunarliðið gegn Rovers og var greinilega endurnærður.

FotMob gefur honum 8 í einkunn en aðeins einn leikmaður fékk hærri einkunn en hann í leiknum. Alfons Sampsted var ekki með vegna meiðsla.

Birmingham hefur verið á flugi undanfarið en sigurinn í dag var sá fjórði í röð. Liðið er í öðru sæti með 42 stig, stigi á eftir toppliði Wycome Wanderers.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í hópnum hjá Wrexham sem gerði 2-2 jafntefli við Cambridge United. Wrexham er í þriðja sæti með 41 stig.

Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby Town sem tapaði fyrir Crewe Alexandra, 2-0, í ensku D-deildinni. Grimsby er í 7. sæti með 31 stig.

Bakvörðurinn Atli Barkarson lék allan leikinn í 2-1 sigri Zulte-Waregem á Lommel.

Waregem skoraði dramatískt sigurmark undir lok leiks og endurheimti toppsætið en liðið er nú með 34 stig, tveimur stigum á undan RAAL La Louviere.
Athugasemdir
banner
banner
banner