þri 15. janúar 2019 19:11
Magnús Már Einarsson
Sex spiluðu sinn fyrsta landsleik í Katar
Icelandair
Davíð Kristján Ólafsson spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Davíð Kristján Ólafsson spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samtals spiluðu sex leikmenn sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd í vináttuleikjunum gegn Svíþjóð og Eistlandi í Katar.

Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur), Axel Óskar Andrésson (Viking) og Kolbeinn Birgir Finnsson (Brentford) spiluðu sinn fyrsta landsleik í 2-2 jafnteflinu gegn Svíum á föstudag.

Í kvöld spiluðu síðan Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik), Willum Þór Willumsson (Breiðablik) og Alex Þór Hauksson (Stjarnan) allir sinn fyrsta landsleik í markalausu jafntefli gegn Eistlandi.

Kolbeinn var valinn maður leiksins í kvöld í einkunnagjöf Fótbolta.net en hann var öflugur á hægri kantinum.

Fleiri leikmenn í íslenska hópnum fengu góða reynslu í landsliðsbúningnum í ferðinni en flestir leikmenn í hópnum eiga fáa landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner