Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. janúar 2019 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Blackburn og Newcastle: Rafa breytir miklu
Ritchie heldur sæti sínu.
Ritchie heldur sæti sínu.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir í enska bikarnum verða endurspilaðir í kvöld eftir að liðin gerðu jafntefli í fyrri leikjunum.

Eitt úrvalsdeildarlið er í eldlínunni, Newcastle, sem mætir Blackburn á útivelli. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu.

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, ætlar ekki að nota sitt sterkasta lið gegn Blackburn því hann þarf lykilmenn í mikilvægan fallbaráttuslag gegn Cardiff á laugardaginn.

Aðeins þrír leikmenn halda sæti sínu í byrjunarliði Newcastle frá tapinu gegn Chelsea um síðustu helgi. Það eru Ciaran Clark, Sean Longstaff og Matt Ritchie.

Blackburn er í 14. sæti Championship-deildarinnar.

Hér að neðan eru bæði byrjunarlið, en tveir aðrir leikir eru á dagskrá í bikarnum í kvöld.

Byrjunarlið Blackburn: Raya, Nyambe, Travis, Lenihan, Bell, Reed, Smallwood, Bennett, Brereton, Armstrong, Graham.
(Varamenn: Leutwiler, Rothwell, Dack, Nuttall, Conway, Butterworth, Grayson)

Byrjunarlið Newcastle: Woodman, Sterry, Schar, Fernandez, Clark, Manquillo, Murphy, Longstaff, Roberts, Ritchie, Joselu.
(Varamenn: Harker, Yedlin, Lascelles, Hayden, Atsu, Perez, Rondon)

Leikir kvöldsins:
19:45 Blackburn - Newcastle (Stöð 2 Sport)
19:45 Luton - Sheffield Wed.
20:00 Stoke - Shrewsbury
Athugasemdir
banner
banner
banner