Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. janúar 2019 18:46
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Kolbeinn maður leiksins
Icelandair
Kolbeinn var maður leiksins í kvöld.
Kolbeinn var maður leiksins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Davíð Kristján Ólafsson skilaði fínu dagsverki í sínum fyrsta landsleik.
Davíð Kristján Ólafsson skilaði fínu dagsverki í sínum fyrsta landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Axel Óskar Andrésson skallar boltann.
Axel Óskar Andrésson skallar boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísland og Eistland gerðu markalaust jafntefli í vináttuleik í Doha í Katar í kvöld.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net frá Katar.



Ingvar Jónsson 7 ('80)
Öruggur í teignum en í smá veseni með spyrnur. Varð að fara af velli eftir höfuðhögg.

Birkir Már Sævarsson 7
Alltaf trastur. Hefði mátt gera meira sóknarlega.

Hjörtur Hermannsson 8
Byrjaði leikinn rólega en óx síðan ásmegin. Flott frammistaða.

Axel Óskar Andrésson 7
Nautsterkur í öllum návígjum en var stundum í erfiðleikum með boltann.

Davíð Kristján Ólafsson 7
Skilaði góðu dagsverki í frumraun sinni með landsliðinu.

Kolbeinn Birgir Finnsson 8
Besti leikmaður Íslands í dag. Gríðarlega grimmur og ógnandi á hægri kantinum.

Guðmundur Þórarinsson 6 ('46)
Átti ágætis takta inn á milli. Þó ekki jafn kröftugur og gegn Svíum.

Aron Elís Þrándarson 7 ('70)
Flottur á miðjunni. Fékk dauðafæri til að skora í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór framhjá.

Jón Dagur Þorsteinsson 6 ('70)
Var ekki mikið í boltanum á vinstri kanti. Íslenska liðið átti fleiri og hættulegri sóknarlotur hægra megin í leiknum.

Hilmar Árni Halldórsson 7 ('46)
Náð að koma sér í besta færi Íslands í fyrri hálfleik. Reyndi að komast í boltann en átti oft erfitt gegn þéttum varnarmúr Eista.

Óttar Magnús Karlsson 6 ('46)
Náði ekki sama takti og gegn Svíum þar sem hann lét meira til sín taka.

Varamenn:

Samúel Kári Friðjónsson 6 ('46)
Flottur varnarlega en það komu augnablik þar sem hann hefði getað gert betur með boltann.

Andri Rúnar Bjarnason 7 ('46)
Var nokkrum sinnum líklegur en náði ekki að skora.

Arnór Smárason 7 ('46)
Kom sprækur inn. Tengdi spil vel.

Willum Þór Willumsson ('70)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Alex Þór Hauksson ('70)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Anton Ari Einarsson ('80)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner