þri 15. janúar 2019 22:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski bikarinn: Endurkoma hjá Shrewsbury - Newcastle þurfti framlengingu
Ayoze Perez gulltryggði sigur Newcastle í kvöld
Ayoze Perez gulltryggði sigur Newcastle í kvöld
Mynd: Getty Images
Það voru þrír leikir á dagskrá í ensku bikarkeppninni í kvöld. Þetta voru endurspilaðir leikir í þriðju umferð keppninnar þar sem að liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum. Ljóst var að sigurvegarar leikjanna kæmust áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar.

Á Kenilworth Road í Luton tóku heimamenn á móti Sheffield Wednesday. Eina mark leiksins skoraði Atdhe Nuhio, leikmaður Sheffield Wednesday, á fyrstu leikmínútu seinni hálfleiks.

Í Stoke komust heimamenn tveimur mörkum yfir, Tyrese Campbell skoraði bæði mörkin, bæði í fyrri hálfleik. Lið Stoke var heilt yfir betra aðilinn en fleiri urðu þeirra mörk ekki. Leikmenn Shrewsbury komu til baka í seinni hálfleik og skoruðu í honum þrjú mörk. Þeir James Bolton, Feijiri Okenabirhie og Josh Laurent skoruðu mörkin fyrir Shrewsbury.

Á Ewood Park í Blackburn þurfti að framlengja. Gestirnir frá Newcastle komust í tvö núll í fyrri hálfleik en áður en að hálfleikurinn var úti höfðu heimamenn í Blackburn náð að jafna metin. Enginn mörk voru skoruð í seinni hálfleik og því þurfti að framlengja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar náði Joselu að koma gestunum yfir. Í seinni hálfleik gerði varamaðurinn Ayoze Perez út um leikinn með fjórða marki Newcastle.

Newcastle fær Watford í heimsókn í næstu umferð, Sheffield Wednesdey mætir Chelsea á Stamford Bridge og Shrewsbury mæta Úlfunum á heimavelli.

Blackburn 2-4 Newcastle
0-1 Sean Longstaff (´1)
0-2 Callum Roberts (´22)
1-2 Adam Armstrong (´33)
2-2 Darragh Lenihan (´45+1)
2-3 Joselu (´105+3)
2-4 Ayoze Perez (´106)

Luton 0-1 Sheffield Wednesday
0-1 Atdhe Nuhio (´46)

Stoke 2-3 Shrewsbury
1-0 Tyrese Campbell (´20)
2-0 Tyrese Campbell (´36)
2-1 James Bolton (´71)
2-2 Feijiri Okenabirhie (´77, víti)
2-3 Josh Laurent (´81)
Athugasemdir
banner
banner
banner