Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. janúar 2019 10:02
Arnar Helgi Magnússon
Guardiola: Við stjórnum því ekki hvað Liverpool gerir
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með sigurinn á Wolves í gær.

Lokatölur urðu 3-0, Gabriel Jesus skoraði tvívegis og Conor Coady setti síðan boltann í eigið net.

„Við vorum fínir. Við gáfum þeim alls ekki marga sénsa svo að ég tek þessi þrjú stig og við höldum pressunni á liðinu sem er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar."

Eftir leikinn munar einungis fjórum stigum á Liverpool og Manchester City.

„Við þurfum að vinna alla leiki. Hver einasti leikur er úrslitaleikur, við vitum það. Við stjórnum því ekki hvað Liverpool gerir, við þurfum fyrst og fremst að hugsa um sjálfa okkur.

„Ég myndi segja að þeta væri í okkar höndum. Það þarf yfir 90 stig til þess að vinna ensku úrvalsdeildinna en það er langur vegur framundan."

Manchester City mætir stjóralausu liði Huddersfield á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner