Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. janúar 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Ferdinand og segir Benitez að eyða sjálfur pening
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley.
Mike Ashley.
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez er knattspyrnustjóri Newcastle.
Rafa Benitez er knattspyrnustjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle eru mjög ósáttir við Rio Ferdinand, fyrrum varnarmann Manchester United.

Stuðningsmenn Newcastle vilja ekkert heitar en að losna við eigandann Mike Ashley sem hefur verið nískur við að setja pening í félagið. Talið er að hann sé að reyna að selja félagið.

Ferdinand var sérfræðingur hjá BT Sport í kringum leik Newcastle við Chelsea um síðustu helgi. Ferdinand kom Ashley þar til varnar, en Jake Humphrey, sem stjórnaði umræðunum, spurði þá Ferdinand hvort það kæmi málinu eitthvað við að hann og Ashley væri saman í viðskiptum.

Ashley á Sports Direct en vörulína Rio Ferdinand, Five, er í sölu hjá Sports Direct.

„Ég þekki hann ekki það vel," sagði Ferdinand þá. „Þetta hefur ekkert með mig og hans fyrirtæki að gera. Hann eyddi 50 milljónum punda af sínum eigin peningi til að koma Newcastle aftur upp í ensku úrvalsdeildina."

Humphrey sagði þá að mikill hluti þessara peninga væru peningar félagsins.

Newcastle komst aftur upp fyrir síðasta tímabil og síðan þá hefur Newcastle aðeins eytt 2 milljónum punda í leikmannakaup, ef sölur og kaup eru bæði tekin inn í myndina.

„Stuðningsmenn Newcastle ættu að vera þakklátir. Þeir ættu að þakka honum fyrir að ná í Rafa Benitez! Newcastle er heppið að hafa hann."

Humphrey benti þá á að það hefði verið Benitez sem hefði sett sig í samband við Newcastle.

„Þeir náðu samt í hann. Newcastle er félag sem hefur verið að flakka á milli deilda. Hann vill ekki lengur fjárfesta í félaginu. Hann vill selja félagið. Af hverju ætti hann að eyða milljónum punda? Hvað ef hann myndi eyða 30 milljónum punda í miðjumann og 30 milljónum punda í sóknarmann, og þeir meiðast? Þá fara 60 milljónir punda í vaskinn."

Stuðningsmenn Newcastle voru ekki sáttir með Ferdinand.


Segir Rafa að eyða sínum pening
Rio Ferdinand sagði það sem hann sagði, en íþróttafréttamaðurinn Richard Keys gekk enn lengra.

Hann sagði að Rafa Benitez, stjóri Newcastle, ætti sjálfur að taka upp veskið og eyða sínum eigin pening.

„Vel sagt Rio Ferdinand," sagði Keys á Twitter. „Ef Rafa elskar Newcastle eins og hann segir þá ætti hann að eyða sínum eigin pening. Hann á nóg til."

„Þetta snýst um liðsvinnu, af hverju ætti þetta allt að lenda á Ashley? Þeir eru í fallhættu og Rafa er ábyrgur. Hann velur liðið."

Þessi ummæli fóru skiljanlega ekki heldur vel í stuðningsmenn Newcastle og aðra.




Newcastle er í eldlínunni í kvöld þegar liðið sækir Blackburn heim í enska bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner