Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. janúar 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Lið Eista reyndara en íslenska - Tveir úr Poom fjölskyldunni
Icelandair
Mart Poom var á mala hjá Arsenal undir lok ferilsins.  Hann er í dag markmannsþjálfari Eistlands en sonur hans spilar með liðinu.
Mart Poom var á mala hjá Arsenal undir lok ferilsins. Hann er í dag markmannsþjálfari Eistlands en sonur hans spilar með liðinu.
Mynd: Getty Images
Samanlagður landsleikjaföldi eistneska landsliðsins í Katar er töluvert meiri en hjá því íslenska en þessi lið eigast við í vináttuleik klukkan 16:45 í dag. Bæði lið eru án margra leikmanna enda ekki um alþjóðlegan leikdag að ræða.

Í eistneska hópnum er meðal annars miðjumaðurinn Konstantin Vassiljev hjá Piast Gliwice. Hinn 34 ára gamli Konstantin á 109 landsleiki að baki en hann er langt á eftir landsleikjahæsta leikmanni Eista frá upphafi. Martin Reim er sá leikjahæsti í sögu Eistlands með 157 landsleiki en hann þjálfar í dag liðið.

„Þeir eru með mjög reynslumikið lið. Það eru leikmenn í hópnum sem eru búnir að spila 109 leiki, 90 leiki og 80 leiki. Þetta eru strákar sem eru að spila reglulega með A-liðinu. Það eru tólf leikmenn sem tóku þátt í leiknum á móti Grikkjum í Þjóðadeildinni sem þeir unnu 1-0. Það er fullt af góðum og reynslumiklum leikmönnum í hópnum hjá þeim. Þessir hafa reynsluna og klókindin á meðan Svíarnir höfðu gæðin og kraftinn," sagði Freyr Alexandesson, aðstoðarþjálfari Íslands, aðspurður út í eistneska liðið í gær.

Poom feðgar báðir með Eistum í Katar
Í liði Eistlands eru einnig leikmenn að stíga sín fyrstu skref á landsliðssviðinu en nokkrir þeirra spiluðu sinn fyrsta landsleik í 2-1 sigrinum á Finnlandi á föstudaginn.

Þar á meðal er Markus Poom, 19 ára miðjumaður Flora Tallin í Eistlandi. Markus kom inn á í hálfleik gegn Finnum og gæti byrjað í dag.

Markus er sonur Mart Poom sem varði mark Derby og Sunderland á árunum 1997-2006 áður en hann lauk ferlinum á því að stoppa við hjá Arsenal og Watford.

Mart Poom er í dag markvarðarþjálfari Eista en hann er annar af tveimur leikmönnum Eistlands sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.

Hinn er Ragnar Klavan, fyrrum varnarmaður Liverpool. Klavan gekk í raðir Cagliari síðastliðið sumar en hann er eins og fleiri leikmenn fjarverandi í leiknum í dag þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið frá Katar
Athugasemdir
banner