Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. janúar 2019 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mislintat sagður á förum frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Sven Mislintat er að yfirgefa Arsenal, en hann hefur unnið þar sem yfirnjósnari. Þetta hermir þýski blaðamaðurinn Raphael Honigstein í grein sinni fyrir ESPN.

Honingstein segir að Mislintat sé á förum vegna ágreinings um skipulagsmál og kaupstefnu félagsins.

Mislintat var ráðinn í nóvember 2017 eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir starf sitt hjá Dortmund. Hann var ráðinn af Ivan Gazidis og Arsene Wenger, en þeir eru báðir farnir frá félaginu.

Starf Mislintat breyttist þegar Raul Sanllehi var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála og hann er ósáttur með stöðu sína.

Mislintat átti meðal annars stóran þátt í kaupunum á Pierre Emerick Aubameyang síðasta janúar, en þetta kemur fram á Guardian.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Þýskalands, nánar tiltekið til Bayern München.

Arsenal hefur ekki viljað tjá sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner