Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. janúar 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mönnum heitt í hamsi í Jóga-tíma hjá Fulham
Ekki í fyrsta sinn sem þessir tveir rífast á tímabilinu.
Ekki í fyrsta sinn sem þessir tveir rífast á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Andrúmsloftið hjá Fulham er eflaust ekki upp á það besta þessa stundina. Eftir að hafa eytt háum fjárhæðum í leikmannakaup síðasta sumar þá þarf félagið samt að sætta sig við fallbaráttu.

Fulham er sem stendur í 19. sæti, fimm stigum frá öruggu sæti.

Sky Sports greinir frá því að sóknarmennirnir Aboubakar Kamara og Aleksandar Mitrovic hafi lent í erjum í líkamsræktarstöð á æfingasvæði Fulham. Mirror segir að rifrildið hafi átt sér stað þegar leikmennirnir voru í jóga. Mitrovic fannst Kamara dónalegur við Jóga-kennarann og lét liðsfélaga sinn heyra það.

Þeim var í heitt í hamsi og þurfti að aðskilja þá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kamara og Mitrovic rífast á þessu tímabili. Þann 29. desember síðastliðinn vann Fulham 1-0 sigur á Huddersfield þar sem Mitrovic skoraði sigurmarkið seint og síðar meir. Kamara klúðraði vítaspyrnu í leiknum, en Mitrovic átti að taka spyrnuna.

Eftir leikinn sagði Claudio Ranieri, stjóri Fulham, að Kamara hefði sýnt mikla vanvirðingu.
Athugasemdir
banner
banner