þri 15. janúar 2019 10:23
Arnar Helgi Magnússon
Nuno um rauða spjaldið á Boly: Hárrétt ákvörðun
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, þjálfari Wolves segir að rauða spjaldið sem að Willy Boly fékk í leiknum gegn Manchester City í gær hafi verið hárrétt.

Sjá einnig:
Boly fékk rautt gegn City - Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir

„Atvikið gerðist mjög nálægt mér en ég hef svosem ekki séð myndband af því en ég ræddi við fjórða dómarann. Þetta var alltaf rautt spjald, ekki nokkur spurning," sagði Nuno eftir leikinn.

„Strákarnir virkilega reyndu eftir að við urðum einum færri. Að spila með ellefu inná á móti City er erfitt, hvað þá tíu."

„Þetta var erfitt kvöld alveg frá því að við fengum fyrsta markið á okkur. Við reyndum að halda skipulagi en að lokum var það City sem að átti sigurinn skilið."

Wolves situr í ellefta sæti deildarinnar og mætir Leicester næstu helgi í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner