þri 15. janúar 2019 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Stóri Sam: Ég get ekki bjargað Huddersfield
Grjótharður
Grjótharður
Mynd: Getty Images
Huddersfield tilkynnti í gær að David Wagner hafi beðið um að fá að hætta sem stjóri liðsins í gær.

Huddersfield situr í neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur einungis unnið tvo leiki á leiktíðinni. Liðið er átta stigum frá öruggu sæti.

Sam Allardyce hefur oftar en ekki verið kallaður til þegar lið hafa verið að lenda í vandræðum en hann hefur bjargað Sunderland og Crystal Palace frá falli á undanförnum árum.

Hann segist hinsvegar ekki geta tekið við Huddersfield og bjargað þeim.

„Liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Wagner undanfarin tvö eða þrjú tímabil. Pressan á Wagner var mikil en hann hefur metið það svo að hann kæmist ekki lengra með liðið," sagði Sam í samtali við Sky.

„Ef ég væri að pæla í að taka við Huddersfield þá myndi ég skoða hvað ég gæti gert öðruvísi en fyrri stjóri og í þessu tilfelli er það fátt."

„Liðið er að skapa sér færi en er ekki að skora mörk og þar liggur vandamálið. Það er ekki að ástæðulausu sem að þeir eru á botninum. Ég gæti ekki bjargað þessu liði."
Athugasemdir
banner
banner
banner